mið 27. júlí 2022 13:12
Elvar Geir Magnússon
Gleymdist að skrá Davíð Smára á skýrslu
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir gerðu 2-2 jafntefli við KV í Lengjudeildinni í gær.

Athygli vekur að Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var ekki skráður á skýrslu leiksins. Í liðsstjórn voru hinsvegar skráðir Heiðar Helguson, aðstoðarþjálfari liðsins, og Daði Freyr Arnarsson varamarkvörður.

Davíð var þó á sínum stað í boðvangnum en það gleymdist einfaldlega að skrá hann á leikskýrsluna fyrir leik.

Menn voru rólegir á hliðarlínunni en þegar spennan jókst á lokakafla leiksins uppgötvaði dómarinn, Sveinn Arnarsson, að Davíð væri á bekknum þrátt fyrir að vera ekki skráður á skýrslu.

Davíð, sem hélt að hann væri skráður á skýrslu að vanda, var þá látinn yfirgefa boðvanginn eins og reglur kveða á um.

Allt stefndi í sigur Kórdrengja en KV jafnaði í uppbótartíma. Kórdrengir eru í níunda sæti Lengjudeildarinnar en eftir gott gengi í fyrra hefur liðið ekki náð sömu hæðum þetta tímabilið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner