Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. júlí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo passar ekki í hugmyndafræði Bayern
Ronaldo á æfingasvæði Man Utd á síðasta tímabili.
Ronaldo á æfingasvæði Man Utd á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo virðist ákafur í að yfirgefa Manchester United og fara í lið sem spilar í Meistaradeildinni. Það verður hinsvegar ekki Bayern München.

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistarana, hefur útskýrt af hverju félagið hefur ekki áhuga á Ronaldo.

„Þetta kom til umræðu hjá okkur, við ræddum um Cristiano Ronaldo. Ég tel hann vera einn besta fótboltamann sögunnar," segir Kahn við Bild.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að hann passar ekki inn í okkar hugmyndafræði í dag. Þrátt fyrir að við dáumst að honum og berum mikla virðingu fyrir honum."

Ronaldo er 37 ára og er ekki eins fjölhæfur og hann var. Hann sýndi það þó á síðasta tímabili að hann kann svo sannarlega enn listina að skora mörk. Hann gerði alls 24 mörk fyrir Manchester United í öllum keppnum en liðið stóð hinsvegar engan veginn undir væntingum.
Athugasemdir
banner
banner