Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Scamacca: Vonandi upphafið að ástarsambandi
Gianluca Scamacca.
Gianluca Scamacca.
Mynd: Heimasíða West Ham
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn West Ham eru mjög spenntir fyrir ítalska landsliðsmanninum Gianluca Scamacca sem var staðfestur sem nýr leikmaður félagsins í gær. Hann kemur frá Sassuolo.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir West Ham. Það er hið fullkomna lið fyrir mig. Ég hef lengi beðið eftir þessari stund, það hefur verið draumur að spila í ensku úrvalsdeildinni," segir Scamacca.

Scamacca er 1,95 metrar á hæð og hefur verið líkt við fyrirmynd sína, Zlatan Ibrahimovic.

„West Ham sýndi að félagið vildi virkilega mikið fá mig og þegar ég spjallaði við stjórann þá small allt saman. Ég er spenntur fyrir því að spila og sýna stuðningsmönnum hvað ég get gert í treyju West Ham. Vonandi er þetta upphafið að ástarsambandi."

Scamacca er 23 ára en hann skoraði 16 mörk í 36 leikjum í ítölsku A-deildinni fyrir Sassuolo á síðasta tímabili.

„Við höfum verið að leita að því að styrkja möguleika okkar sóknarlega í nokkurn tíma. Það er mikið gleðiefni að fá Gianluca. Hann fekk mjög góð meðmæli og okkur hlakkar til að vinna með honum. Hann er ungur sóknarmaður sem á bjarta framtíð," segir David Moyes, stjóri West Ham.

Scamacca er frá Róm og var í akademíum bæði Lazio og Roma áður en hann fór til PSV Eindhoven þegar hann var 16 ára gamall, janúar 2015. Hann var svo seldur til Sassuolo í janúar 2017. Hann lék á láni hjá Cremonese, PEC Zwolle, Ascoli og Genoa.


Athugasemdir
banner
banner