Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
   fim 27. júlí 2023 22:36
Brynjar Ingi Erluson
„Þurfum að spila okkar leik, með hausinn upp og punginn út“
Hrannar Björn Steingrímsson
Hrannar Björn Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, var hæst ánægður með 3-1 sigurinn á Dundalk í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Dundalk

KA er einum leik frá því að komast í 3. umferðina en þar bíður Club Brugge eða AGF.

Akureyringar hafa gert vel í keppninni og hafa fundið meðbyrinn síðustu vikur eftir erfiða byrjun á tímabilinu hér á landi.

„Ef að tilfinningin fyrir tveimur vikum var góð þá myndi ég margfalda þessa með tveimur en við ætlum að mæta til Írlands eftir viku og klára þetta. Við erum í góðri stöðu og verðum að mæta eins og menn eftir viku, þetta er langt frá því að vera búið.“

„Svipað og á móti Connah's í fyrri leiknum. Spennustigið hátt í byrjun og ragir á boltann. Við komumst yfir en fáum mark strax í andlitið og sýndum svo gríðarlegan karakter eins og síðustu vikur og komust í 2-1 og 3-1. Heilt yfir met ég frammistöðuna góða, sérstaklega í seinni hálfleik og þroskað. Vorum ekkert að fara í neina sénsa eða kjaftæði þó mér fannst þeir hafa fengið að bera boltann aðeins of hátt upp en Dusan, Rodri og Jajalo átu þetta. Mér leið ekkert allt of vel á smá tímabili í seinni hálfleik,“
sagði Hrannar Björn við Fótbolta.net.

Hrannar var í heildina ánægður með frammistöðuna í dag en það kom þó kafli þar sem honum leið ekkert allt of vel.

„Mér leið ágætlega en það var tíu mínútna kafli þar sem við vorum að fá marga crossa og voru að hanga með boltann á D-boganum og vara eftir hverju vorum við að bíða? Við vorum ekki að fara í seinni hálfleikinn í 3-1 og gefa þeim breik á okkar heimavelli. Þroskuð frammistaða og endaði 3-1 þannig ég er glaður og eins og ég nefndi áðan þá hefðum við geta mætt þeim aðeins framar.“

Stuðningurinn í Úlfarsárdal var ómetanlegur að sögn Hrannars en KA þarf að spila heimaleiki sína á Framvellinum þar sem Greifavöllur stenst ekki kröfur UEFA.

„Mér finnst þetta geðveikt. Kom mér mjög mikið á óvart fyrir tveimur vikum þá voru þúsund manns en svipuð mæting í dag en ég skil að annan hvern fimmtudag geta ekkert allir KA-menn mætt sumar. Ógeðslega gaman að sjá svona marga að spila heimaleikina 400 kílómetrum frá Akureyri, það er ótrúlegt að fá þennan stemning. Eins og í fyrri hálfleik þá veit ég ekki hvort þetta sé stúkan hérna því ég heyrði ekki neitt inni á vellinum. Hvort þetta sé þakið yfir sem bergmálar svona mikið því ég hef alveg spilað fyrir framan þúsund eða tvö þúsund manns áður en hávaðinn var aðeins meiri í dag en maður er vanur. Ég fór bara ringlaður inn í hálfleik en geðveikt að fá þennan stuðning og alveg sama hvort það sé Akureyringar, sunnanmenn eða krakkar af Rey Cup. Við viljum að íslenskum liðum gangi vel í Evrópukeppni.“

Öll mörk KA voru frábær og þá sérstaklega spilið í fyrsta markinu sem Bjarni Aðalsteinsson skoraði.

„Ég er sammála. Var það ekki líka markið hjá Svenna sem var geggjað? Mér leið á tímabili þar sem við vorum að spila svolítið mikið til baka og eins og við værum að búa til vesen, nánast gefa þeim boltann en svo náðum fram fyrir pressuna og allt opið. Allt með jörðinni og splundruðum pressuna og sluppum. Öll mörkin geggjuð.“

KA heldur til Írlands í næstu viku til að loka einvíginu gegn Dundalk.

„Það er bókað mál en við verðum að fara og spila okkar leik. Við getum ekki farið og lagst til baka og gefið þeim boltann og leyft þeim að hanga á okkur eins og Connah's leyfði okkur í fyrri leiknum. Við verðum að spila okkar leik því ef við ætlum að leggjast til baka á láta þá hafa boltann 90 prósent af leiknum þá endar það með því að þeir skora og þetta verður erfiðara. Þeir verða með bullandi stuðning, sá frá leiknum gegn Magpies frá Gíbraltar og það var hellingur af liði að styðja við bakið á þeim.“

„Við verðum bara að mæta, spila okkar leik, hausinn uppi og punginn út. Bara mæta með kassann út og vera harðir, það þýðir ekkert annað,“
sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner