Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. ágúst 2021 21:59
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Kári þarf kraftaverk til að halda sér uppi
ÍR-ingar keyrðu yfir Kára í kvöld
ÍR-ingar keyrðu yfir Kára í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári þarf á algeru kraftaverki að halda til þess að halda sér uppi í 2. deildinni eftir að liðið tapaði fyrir ÍR í kvöld, 4-1. Magni vann Leikni F. 1-0.

Pétur Hrafn Friðriksson skoraði fyrstu tvö mörk ÍR-inga í kvöld áður en Reynir Haraldsson gerði þriðja markið á 64. mínútu. Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði fyrir Kára á 87. mínútu áður en Bergvin Fannar Helgason gulltryggði sigur ÍR-inga.

Magni lagði þá Leikni F. í Fjarðabyggðahöllinni, 1-0. Þetta þýðir að Kári á enn tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi.

Þegar þrjár umferðir eru eftir er Kári í neðsta sæti með 9 stig, níu stigum á eftir Leikni. Það er markatala sem gildir og því næst mörk skoruð en bæði lið hafa skorað 25 mörk. Markatala Leiknis er -17 en -20 hjá Kára.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 4 - 1 Kári
1-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('27 )
2-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('35 )
3-0 Reynir Haraldsson ('64 )
3-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('87 )
4-1 Bergvin Fannar Helgason ('90 )

Leiknir F. 0 - 1 Magni
Athugasemdir
banner
banner
banner