fös 27. ágúst 2021 23:50
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Hamar skoraði sex í lokaleiknum
Hamar kláraði tímabilið með stæl
Hamar kláraði tímabilið með stæl
Mynd: Aðsend
Hamrarnir 1 - 6 Hamar
1-0 Krista Dís Kristinsdóttir ('9 )
1-1 Karen Inga Bergsdóttir ('13 )
1-2 Karen Inga Bergsdóttir ('25 )
1-3 Dagný Rún Gísladóttir ('27 )
1-4 Íris Sverrisdóttir ('53 )
1-5 Dagný Rún Gísladóttir ('59 )
1-6 Karen Inga Bergsdóttir ('79 )

Hamar vann stórsigur á Hömrunum, 6-3, í lokaleik liðanna í 2. deild kvenna í kvöld.

Krista Dís Kristinsdóttir koma heimakonum yfir á 9. mínútu en Hamrarnir sá ekki til sólar eftir markið.

Karen Inga Bergsdóttir skoraði tvívegis áður en Dagný Rún Gísladóttir bætti við þriðja markinu tveimur mínútum síðar. Liðið bætti þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik.

Íris Sverrisdóttir gerði mark á 53. mínútu áður en Dagný gerði annað mark sitt sex mínútum síðar. Karen Inga fullkomnaði þá þrennu sína ellefu mínútum fyrir leikslok.

Hamrarnir enda í 10. sæti með 11 stig en Hamar í 8. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner