Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. ágúst 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María best í öðrum þriðjungi
Agla María með verðlaunin.
Agla María með verðlaunin.
Mynd: Fótbolti.net - Sverrir Örn Einarsson
Agla María Albertsdóttir var í gær verðlaunuð fyrir að vera leikmaður annars þriðjungs í Pepsi Max-deild kvenna að mati lesenda Fótbolti.net.

Fjórir leikmenn voru tilnefndir og í skoðanakönnun hér á síðunni fékk Agla María flest atkvæði. Agla María fékk tæplega 35% atkvæða, tæplega fimm % meira en Elín Metta Jensen sem var í öðru sæti í kosningunni.

Mist Edvarsdóttir var í þriðja sæti og Anna María Baldursdóttir í því fjórða.

Fyrir að vera besti leikmaður annars þriðjungs fær Agla María verðlaun frá Origo, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

Agla María hefur skorað tíu mörk í deildinni í sumar fyrir Breiðablik.

Fréttaritari Fótbolta.net afhenti Öglu Maríu verðlaunin í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner