Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 27. ágúst 2021 17:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert myndi setja sitt traust á Guðmund Stein
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Fylkis og nú fyrirliði Kórdrengja, var gestur í Innkastinu í vikunni. Farið var um leiki síðustu umferðar í Pepsi Max-deildinni og spáð í spilin fyrir lokakaflann.

Eitt af umræðuefnunum var að sjálfsögðu lið Fylkis og nánar tiltekið framherjamálin. Þeir Jordan Brown, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa verið að spila sem fremstu menn í liðinu að undanförnu.

Guðmundur Steinn gekk í raðir Fylkis í júlí en hefur ekki skorað í þeim fjórum leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hann hefur fengið fínustu færi en ekki tekist að nýta þau.

Albert var spurður hvaða framherja hann myndi setja sitt traust á fyrir lokaleiki Fylkis í deildinni. Fylkir er í harðri fallbaráttu, myndiru láta Guðmund Stein spila rest?

„Já, ég myndi gera það. Guðmundur Steinn... vandamálið hans frá því hann kom í Fylki er eiginlega bara færanýtingin, hvað hann er búinn að fara illa með færin. Hann er búinn að koma sér í allar þessar stöður," sagði Albert.

„Hann hefur sýnt að hann getur skorað mörk, þetta er ekki búið að detta fyrir hann. Það er ógn af honum, hann battar boltann vel niður og hann nær þessu marki inn, ég myndi treysta á það," sagði Albert.

Guðmundur Steinn hefur leikið 210 leiki í deild og bikar á Íslandi. Í þeim hefur hann skorað 62 mörk. Næsti leikur Fylkis er gegn Breiðabliki á sunnudag.
Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner