Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bamford lagt mikið á sig og á þetta skilið
Mynd: EPA
Patrick Bamford var í gær valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skiptið. Hann er 27 sóknarmaður sem er á mála hjá Leeds.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, er ánægður með að Bamford hafi fengið kallið í landsliðið.

„Ég er glaður, hann hefur lagt mikið á sig til að vera valinn og loksins hefur hann náð því takmarki. Frá minni hlið þá á hann þetta skilið. Égt vona að þetta sé byrjunin á hans þróun sem landsliðsmaður," sagði Bielsa.

Leeds mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag og má búast við því að Bamford verði í byrjunarliðinu eftir að hafa verið hvíldur gegn Crewe í deildabikarnum í miðri viku.
Athugasemdir
banner
banner