banner
   fös 27. ágúst 2021 08:55
Elvar Geir Magnússon
Björn Már: Juventus gríðarlega ósátt við framkomu Ronaldo
Ronaldo í leik með Juventus.
Ronaldo í leik með Juventus.
Mynd: Getty Images
Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann.
Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann.
Mynd: Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo hefur tilkynnt Juventus að hann vilji yfirgefa félagið og virðist portúgalska stórstjarnan vera á leið til Manchester City. Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, fjallar um málið í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum.

„Í gær var haldinn fundur þar sem Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo mætti forsvarsmönnum Juventus; þeim Arrivabene, Pavel Nedved og Cherubini, sem er þetta nýja tríó sem stýrir Juventus skútunni," segir Björn Már.

„Þar tóku Juventus mennirnir skýrt fram að þeir væru gríðarlega ósáttir við það hvernig Ronaldo væri að koma fram við félagið. Þeir hafa ekki farið í felur með það að þeir hafa viljað losa hann í einhvern tíma; því hann er á háum launum og hefur ekki verið að skila þeim Meistaradeildartitlum sem þeir ætluðu sér þegar hann mætti."

„Þeim finnst samt gríðarlega ósanngjarnt hvernig Ronaldo hefur komið fram við félagið eftir að þeir eru búnir að greiða honum 180 milljónir evra beint í vasann og komið fram við hann eins og kóng. Þeir hafa veitt honum ákveðin forréttindi eins og frídaga þegar hann hefur viljað. Þeim finnst illa komið fram við þá með því að tilkynna svona stuttu fyrir gluggalok að hann vilji ekki spila fyrir Juventus."

„Tuttosport á Ítalíu er með fyrirsögnina 'Ljótur skilnaður' en það er líka tekið fram í fréttinni að ef rétt tilboð kemur frá Manchester City þá muni þeir losa hann. Talað er um einhverjar 25 milljónir evra til að þeir segi já og amen og sendi hann til Manchester aftur," segir Björn Már Ólafsson.

Í þættinum er velt því fyrir sér hvað Juventus mun gera á markaðnum til að fylla skarð Ronaldo.

„Það er áhugavert fyrir Juventus og áhugavert fyrir deildina að missa Ronaldo. Hann kom við sögu í fyrsta leik tímabilsins þar sem hann sat á bekknum en kom inná og hélt að hann hefði skorað sigurmarkið í uppbótartíma. Sennilega verður það síðasta sem hann gerir í Juventus treyjunni að skora mark sem er dæmt af og fá gula spjaldið fyrir að fagna með því að fara úr að ofan."

Sjá einnig:
Ronaldo biður um að vera seldur
Rýnt í Ronaldo og Man City - Skrítið en spennandi
Ítalski boltinn - Ljótur skilnaður Juventus og Ronaldos og upphitun fyrir kvennaboltann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner