fös 27. ágúst 2021 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Everton í viðræðum við Porto um Diaz - James fer í skiptum
Luis Diaz var frábær með Kólumbíu í Copa America og gæti nú verið á leið til Everton
Luis Diaz var frábær með Kólumbíu í Copa America og gæti nú verið á leið til Everton
Mynd: EPA
James er líklega á leið aftur til Porto
James er líklega á leið aftur til Porto
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er í viðræðum við portúgalska félagið Porto um kaup á kólumbíska framherjanum Luis Diaz en það er Telegraph sem greinir frá. James Rodriguez gæti farið í skiptum.

James Rodriguez vill komast frá Everton eftir að Carlo Ancelotti hætti með liðið og tók við Real Madrid.

Hann hefur ekki tekið þátt í fyrstu þremur leikjum Everton á tímabilinu en hann mætti til æfinga á dögunum og gæti nú verið á útleið.

Samkvæmt Telegraph er Everton í viðræðum við Porto um kaup á Luis Diaz. Everton er reiðubúið að greiða 25 milljónir punda og senda Rodriguez í hina áttina. Rodriguez þekkir vel til hjá Porto en hann lék með liðinu frá 2010 til 2013.

Moise Kean er að öllum líkindum á leið til Juventus og þá hefur Richarlison verið orðaður við Paris Saint-Germain. Benitez býst við því að halda brasilíska framherjanum.

„Þetta fer allt eftir því hverjir fara og við erum með einhverja hugmynd um það en það er möguleiki að við fá um nokkra leikmenn inn. Það kæmi á óvart ef við fáum fleiri leikmenn en við erum að vinna í 2-3 leikmönnum," sagði Benitez.

Annað nafn sem hefur komið inn í umræðuna er Salomon Rondon, sem Benitez þjálfaði hjá Newcastle United og Dalian í Kína, en hann vill komast úr kínversku deildinni. Hann var á láni hjá rússneska félaginu CSKA Moskvu á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner