banner
   fös 27. ágúst 2021 11:31
Elvar Geir Magnússon
Fangabíll flutti Mendy í dómshúsið
Fangabíllinn með Mendy innanborðs.
Fangabíllinn með Mendy innanborðs.
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, mætti í dómshúsið í morgun en fangabíll flutti hann þangað í fylgd með lögreglubíl.

Mendy er ákærður fyrir fjórar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gagnvart einstaklingum sem eru eldri en sextán ára en frá því var greint í gær.

Brotin eru sögð hafa átt sér stað milli októbermánaðar 2020 og ágúst á þessu ári.

Mendy er franskur bakvörður sem gekk í raðir Manchester City frá Mónakó 2017. Hann byrjaði í tapleiknum gegn Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

City hefur gefið út að Mendy sé kominn í tímabundið leyfi en félagið geti að öðru leyti ekkert tjáð sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner