Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 27. ágúst 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Arteta þarf tíma
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Lið hans, Manchester City, mætir Arsenal á morgun.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er fyrrum aðstoðarmaður Guardiola hjá City. Guardiola var spurður út Arteta sem hefur fengið mikla gagnrýni og margir kallað eftir því að Arsenal skipti um stjóra.

„Hann er búinn með tvo leiki, ekki 20 eða 50 leiki. Stundum finnst mér við stjórar vera ruglaðir að vera í þessu starfi," sagði Guardiola.

„Þeir hjá Arsenal treysta Mikel því þeir voru tilbúnir að eyða í leikmenn með hann sem stjóra. Af hverju ekki að gefa liðum tíma til að byggja upp það sem þau vilja byggja upp? Þú þarft tíma," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner