Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. ágúst 2021 20:40
Victor Pálsson
Ítalía: Arnór steinlá gegn Udinese - Correa með tvennu fyrir Inter
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í kvöld er Venezia heimsótti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni.

Arnór kom til Venezia frá CSKA Moskvu fyrr í sumar og fékk um 20 mínútur í leik kvöldsins.

Udinese var mun betra liðið í þessum leik og fagnaði að lokum sannfærandi 3-0 sigri í annarri umferð.

Síðar í kvöld mættu meistarar Inter Milan liði Verona og lentu þar undir á 15. mínútu fyrri hálfleiks.

Lautaro Martinez er engum líkur og sá hann um að koma Inter yfir í byrjun seinni hálfleiks.

Joaquin Correa er nýkominn til Inter frá Lazio og var hann svo hetja meistarana og gerði sigurmarkið á 83. mínútu.

Correa kom inná sem varamaður stuttu áður og sá um að halda Inter í fullu húsi stiga eftir tvær umferðir.

Verona 1 - 2 Inter
1-0 Ivan Ilic ('15 )
1-1 Lautaro Martinez ('47 )
1-2 Joaquin Correa ('83 )

Udinese 3 - 0 Venezia
1-0 Ignacio Pussetto ('29 )
2-0 Gerard Deulofeu ('70 )
3-0 Nahuel Molina ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Lazio 33 15 5 13 41 35 +6 50
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 13 11 35 39 -4 40
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner