Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. ágúst 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Leikurinn er skylduáhorf
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar Liverpool og Chelsea eigast við klukkan 16:30. Hér má sjá samantekt á því helsta sem fram kom á fréttamannafundi hjá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool:

„Ég reikna með mjög erfiðum leik fyrir bæði lið, þetta verður harður slagur og er einn af þeim leikjum sem ég myndi 100% horfa á ef ég væri ekki sjálfur þátttakandi. Leikurinn er skylduáhorf," segir Klopp.

„Chelsea er á góðu skriði, vann Meistaradeildina og átti ótrúlegan seinni hluta á tímabilinu eftir að Thomas Tuchel tók við. Nú hafa þeir fengið Romelu Lukaku inn. Þetta er erfiður andstæðingur."

Um möguleg leikmannakaup:
„Reikna ég með annasömum dögum framundan hjá okkur? Nei, en maður veit aldrei."

Um möguleg kaup Manchester City á Ronaldo:
„Ég fylgist með sem fótboltaáhugamaður og það er ekki mitt að dæma. Þetta eru ekki viðskipti fyrir framtíðina. Þetta snýst um núið, þannig vinna sum félög og það er bara fínt."

Um stöðu vinstri bakvarðar:
„Ég er mjög ánægður með frammistöðu Kostas Tsimikas. Hann hefur þurft að aðlagast en er núna á góðum stað. Andrew Robertson hefur verið að æfa síðan í síðustu viku en það hefur ekki verið nein þörf á að drífa hann til baka. Hann hefur lagt mikið á sig og unnið eins og dýr. Við eru með tvo virkilega góða vinstri bakverði."

Um möguleika á miðsvæðinu:
„Við söknum Gini Wijnaldum á vellinum og í klefanum. Ef hann hefði verið hérna áfram hefði Harvey Elliott ekki fengið þetta tækifæri gegn Burnley. Curtis Jones er ungur og hann mun og þarf að taka næsta skref. Við unnum stóra leiki á síðasta tímabili með Naby Keita og við erum með Thiago, Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain og Fabinho. Það er ekki þörf á því að fá inn mann. Ef það býðst leikmaður sem myndi bæta liðið okkar þá tek ég hann. Ég lofa því."

Um Thomas Tuchel:
„Það sem hann hefur gert hjá Chelsea er magnað. Ég var aldrei í vafa um að hann myndi hafa mikil áhrif. Hann var valinn UEFA þjálfari ársins og átti það virkilega skilið. Samsetning á fjárhagslegum styrk og fótboltaþekkingu er alltaf ógnandi fyrir okkur. Thomas er framúrskarandi stjóri og fær alla mína virðingu."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner