Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Man City búið að ná samkomulagi við Juve um Ronaldo
Powerade
Ronaldo. Maðurinn sem allir eru að tala um.
Ronaldo. Maðurinn sem allir eru að tala um.
Mynd: Getty Images
Moise Kean, sóknarmaður Everton.
Moise Kean, sóknarmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Nikola Vlasic.
Nikola Vlasic.
Mynd: Getty Images
Aubameyang.
Aubameyang.
Mynd: EPA
Everton hefur áhuga á Neal Maupay.
Everton hefur áhuga á Neal Maupay.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins. Ronaldo, Mbappe, Kane, Kounde, Traore, Aubameyang og fleiri koma við sögu.

Manchester City hefur gert samkomulag við Juventus sem mun færa félaginu Cristiano Ronaldo (36). (AS)

Juventus vill milli 25 og 30 milljónir evra (21-25 milljónir punda) fyrir Ronaldo. Búist er við því að City bjóði honum tveggja ára samning. (Guardian)

Ítalska félagið hefur áhuga á að fá Gabriel Jesus (24) til að fylla skarð Ronaldo. (Sky Sports)

Ronaldo vill fá 510 þúsund pund í vikaulaun hjá City sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni félagsins. Mögulega gæti það farið illa í aðra leikmenn í hópnum. (Sun)

Juventus er í viðræðum um að fá Moise Kean (21) aftur til félagsins. Rætt er um lánssamning við Everton með klásúlu um kaup næsta sumar. Sóknarmaðurinn hefur alls ekki náð að standa undir væntingum í enska boltanum. (Calciomercato)

Liverpool hefur sent Brighton fyrirspurn vegna miðjumannsins Yves Bissouma (24) sem hefur verið magnaður í upphafi móts. (Express)

Wolverhampton Wanderers hefur hafnað lánstilboði frá Tottenham í spænska vængmanninn Adama Traore (25). Úlfarnir hyggjast halda honum. (Teleraph)

West Ham United hefur áhuga á króatíska framherjanum Nikola Vlasic (23) hjá CSKA Moskvu. Hamrarnir vilja fá sóknarþenkjandi leikmann en Jesse Lingard sem var efstur á óskalistanum kemur ekki. (Sky Sports)

Watford hefur hafið viðræður við Tottenham um mögulegan samning fyrir franska miðjumanninn Moussa Sissoko (32). (Fabrizio Romano)

Paris St-Germain gæti gert tilboð í ýmsa leikmenn þar sem félagið býr sig undir að vera án Kylian Mbappe. Talað er um Paul Pogba (28) hjá Manchester United og Erling Haaland (21) hjá Borussia Dortmund meðal manna sem eru á blaði franska stórliðsins. (L'Equipe, via Mail)

Real Madrid hefur gert endurbætt tilboð í Mbappe (22) upp á 145 milljónir punda. (Sky Sports)

PSG mun reyna að fá Richarlison (24) frá Everton ef Mbappe fer. Umboðsmaður Brasilíumannsins er mættur til Parísar í samningaviðræður. (ESPN)

Manchester United mun ekki fá Noni Madueke (19), vængmann PSV Eindhoven. Madueke hefur gert nýjan samning við PSV. (Mirror)

Harry Kane (28) er í viðræðum við Tottenham um endurbættan samning. Hann vonast eftir að því að fá 400 þúsund pund í vikulaun. (Times)

Chelsea færist nær því að kaupa franska varnarmanninn Jules Kounde (22) frá Sevilla á 42 milljónir punda. (Sky Italia)

Kurt Zouma (26), varnarmaður Chelsea, mun fara í læknisskoðun áður en hann fer til West Ham á fimm ára samningi. (Sun)

Tottenham hefur hafið viðræður við Juventus um möguleg 40 milljóna punda kaup á Weston McKennie (22), bandarískum miðjumanni. (Independent)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, útilokar möguleika á því að Pierre Emerick Aubameyang yfirgefi félagið. (ESPN)

Everton hefur áhuga á franska sóknarmanninum Neal Maupay (25) hjá Brighton. (Sky Sports)

Everton er líklegt til að gera endurbætt tilboð í Daniel Jebbison (18), sóknarmann Sheffield United. (Liverpool Echo)

Manchester United vill fá miðjumann áður en glugganum verður lokað. Félagið gæti þó þurft að bíða meða ða koma með tilboð í Declan Rice (22), miðjumann West Ham. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner