Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. ágúst 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Nuno: Kane leggur sig allan fram fyrir Tottenham
Kane í leiknum í gær.
Kane í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo stjóri Tottenham segir að Harry Kane hafi sýnt það með verki að hann sé einbeittur á félagið og til í að leggja sig allan fram.

Kane skoraði tvennu þegar Tottenham vann 3-0 sigur gegn Pacos de Ferreira frá Portúgal í gær og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Manchester City gerði stórt tilboð í Kane í sumar en því var hafnað af Tottenham, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi viljað fara.

„Allt það sem átti sér stað er hluti af fortíðinni. Horfum núna fram veginn. Harry þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum. Hann er með okkur svo við þurfum að njóta þess," segir Nuno.

„Hann hefur sýnt á hverjum degi að hann er skuldbundinn félaginu og til í að leggja sig allan fram fyrir það."

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Kane fyrir Tottenham síðan 23. maí og hann fagnaði mörkum sínum með bros á vör á meðan stuðningsmenn sungu nafn hans.

Dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

„Þessi keppni lætur okkur vaxa. Hún hjálpar okkur að verða betra lið og það er það sem við viljum," segir Nuno.


Athugasemdir
banner
banner
banner