Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. ágúst 2021 11:44
Elvar Geir Magnússon
„Ronaldo sagði mér að hann vill fara frá Juventus"
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Ronaldo er á förum.
Ronaldo er á förum.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, hefur staðfest fréttir fjölmiðla um að Cristiano Ronaldo hefði tjáð ítalska félaginu að hann vill fara annað.

Allegri staðfestir að Ronaldo sé á förum.

„Í gær sagði Cristiano mér að hann hefði ekki í huga að vera leikmaður Juventus áfram. Því er hann ekki valinn í leikmannahópinn á morgun," sagði Allegri á fréttamannafundi í dag.

Manchester City er að vinna að kaupum á portúgölsku stórstjörnunni. Ronaldo æfði ekki með Juventus í dag en mætti á æfingasvæðið til að kveðja liðsfélaga sína.

„Cristiano á skilið að fá þakkir fyrir það sem hann hefur gert. Hann hefur verið fyrirmynd yngri leikmanna. En við þurfum að halda áfram. Hlutir breytast, þannig er lífið. Juventus er samt enn til staðar. Nú fer Cristiano en lífið heldur áfram," segir Allegri.

Allegri var einnig spurður út í Weston McKennie, bandaríska miðjumanninn sem hefur verið orðaður við Tottenham. Allegri segir að hann sé ekki til sölu og formlegt tilboð hafi ekki komið frá Spurs.

Sjá einnig:
Ronaldo kvaddi liðsfélagana
Juventus gríðarlega ósátt við framkomu Ronaldo
Ronaldo biður um að vera seldur
Rýnt í Ronaldo og Man City - Skrítið en spennandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner