Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. ágúst 2021 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær og Guardiola voru spurðir út í Ronaldo
Ronaldo er goðsögn hjá Manchester United
Ronaldo er goðsögn hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, voru báðir spurðir út í Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi í dag.

Ronaldo er á förum frá Juventus og hefur hann mest verið orðaður við Manchester City. Ef veðbankar eru skoðaðir er þó næstlíkelgast að Ronaldo snúi aftur á Old Trafford.

Sjá einnig:
„Ronaldo sagði mér að hann vill fara frá Juventus"

„Við höfum alltaf verið í góðum samskiptum. Bruno hefur líka rætt við hann og Ronaldo veit hvað okkur finnst um hann. Ef Ronaldo fer frá Juventus þá veit hann af okkur. Við sjáum hvað gerist með Ronaldo, hann er goðsögn hér og besti leikmaður allra tíma ef þú spyrð mig. Ég var heppinn að fá að spila með honum," sagði Solskjær.

„Cristiano mun ákveða hvar hann spilar, ekki Manchester City og ekki ég. Margt getur gerst á þremur eða fjórum djögum. Ronaldo er einn af þeim sem á eftir að ákveða hvar hann spilar. Ég er meira en hæstánægður með hópinn sem ég er með," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner