Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. ágúst 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær virkar ósáttur við Ferdinand vegna ummæla um Jones
Mynd: EPA
Rio Ferdinand gagnrýndi Phil Jones, leikmann Manchester United, í vikunni og hvatti hann til að finna sér nýtt félag.

Jones spilaði sinn fyrsta leik í nítján mánuði á dögunum en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla.

Jones á tvö ár eftir af samningi og Ferdinand segir hann hreinlega vera fyrir. „Hann er að taka pláss frá leikmanni í unglingaliðinu núna. Hann hefur verið of mikið meiddur. Hann ætti að vera farinn fyrir löngu til að spila fótbolta," sagði Ferdinand meðal annars.

Solskjær var spurður út í Jones og ummæli Ferdinand. „Phil hefur verið frá í 20 mánuði vegna meiðsla. Rio hefði átt að spyrja hvers vegna Phil hefur ekki spilað. Phil er aldrei með vesen og heldur alltaf áfram. Hann er ekki orðinn þrítugur og hefur alltaf gefið allt sem hann hefur átt fyrir félagið," sagði Solskjær og virkaði ekkert alltof sáttur við Rio, sem er fyrrum leikmaður United, miðað við tóninn.

„Ég hef ekki sagt mikið um meiðslin. Ég var sjálfur frá í tvö ár vegna hnémeiðsla. Ég veit hvernig tilfinningin var. Eftir mánuð eða sex vikur þá verður hann mættur á völlinn. Það er frábært að það sé ljós í enda ganganna," bætti Solskjær við.
Athugasemdir
banner
banner
banner