Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. ágúst 2021 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona eru riðlarnir í Evrópudeildinni: Leicester í erfiðum riðli
Evrópudeildarbikarinn.
Evrópudeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Gulir fögnuðu í vor.
Gulir fögnuðu í vor.
Mynd: EPA
Í dag var dregið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Riðlakeppnin hefst 16. september og eru leiknir sex leikir í riðlinum. Dregið var í átta riðla, liðin sem vinna riðlana sitja hjá í 32-liða úrslitum því þar mæta liðin sem enduðu í öðru sæti sinna riðla þeim liðum sem enduðu í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeildinni.

Hér að neðan má sjá riðlana.

Ensku liðin Leicester og West Ham voru í pottinum. Leicester er í hörku riðli og mætir Napoli, Spartak Moskva og Legia frá Varsjá. West Ham mætir Dinamo Zagreb, Genk og Rapid Vín.

Mikael Anderson og félagar í Midtjylland eru með Braga, Rauðu Stjörnunni og Ludogorets í F-riðli.

Úrslitaleikur keppninnar fer fram á Ramón Sanchez-Pizjuan leikvanginum, heimavelli Sevilla. Sá leikur fer fram 18. maí. Villarreal er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið Manchester United í úrslitaleik í vor.

Riðill A:
Lyon
Rangers
Sparta Prag
Bröndby

Riðill B:
Mónakó
PSV Eindhoven
Real Sociedad
Sturm Graz

Riðill C:
Napoli
Leicester
Spartak Moskva
Legia Varsjá

Riðill D:
Olympiakos
Eintracht Frankfurt
Fenerbahce
Antwerp

Riðill E:
Lazio
Lokomotiv Moskva
Marseille
Galatasaray

Riðill F:
Braga
Rauða Stjarnan
Ludogorets
Midtjylland

Riðill G:
Bayer Leverkusen
Celtic
Real Betis
Ferencvaros

Riðill H:
Dinamo Zagreb
Genk
West Ham
Rapid Vín
Athugasemdir
banner
banner
banner