Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. ágúst 2021 22:27
Elvar Geir Magnússon
Þórhildur svarar yfirlýsingu frá KSÍ: Man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum um helgina þegar dóttir mín sagði mér að maðurinn sem hún kærði nýlega fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni á skemmtistað í Reykjavík hefði verið valinn aftur í íslenska landsliðið..."

Þetta er byrjunin á tölvupósti sem Guðni Bergsson formaður KSÍ, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri sambandsins og sex aðrir starfsmenn sambandsins fengu eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns.

Þórhildur steig fram í fréttatíma RÚV í kvöld og sagði sögu sína. Þórhildur sagði meðal annars að lögmaður á vegum KSÍ hefði boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði.

„Í kjölfars viðtals við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í kvöldfréttum RÚV í kvöld, vill KSÍ taka skýrt fram að það var ekki lögmaður á vegum KSÍ sem hafði samband við Þórhildi og bað um þagnarskyldu í umræddu máli," segir í tölvupósti sem KSÍ sendi á fjölmiðla í kvöld.

Þórhildur svara þessu á Twitter og segist muna vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ og hann hafi boðið sér á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni.


Athugasemdir
banner
banner