Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. ágúst 2021 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Watford reynir við Sissoko - Dortmund vill Diogo Dalot
Sissoko hefur verið partur af sterku liði Tottenham undanfarin fimm ár.
Sissoko hefur verið partur af sterku liði Tottenham undanfarin fimm ár.
Mynd: Getty Images
Það er margt um að vera á síðustu dögum félagaskiptagluggans og virðast Moussa Sissoko og Diogo Dalot vera að skipta um félög.

Sky Sports segir viðræður milli Watford og Tottenham komnar langt varðandi miðjumanninn Sissoko sem hefur spilað 202 leiki á fimm árum hjá Spurs.

Watford vill kaupa Frakkann sem er 32 ára og á tvö ár eftir af samningnum við Tottenham. Hann á að fylla skarð Will Hughes sem er nálægt því að ganga í raðir Crystal Palace.

Portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot gæti þá farið til Borussia Dortmund þrátt fyrir áhuga frá FC Bayern og AC Milan.

Manchester United vill selja hinn 22 ára Dalot en Dortmund vill fá hann að láni með kaupmöguleika. Dalot, sem hefur spilað 35 leiki fyrir Rauðu djöflana, á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner