Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2022 20:34
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: ÍR lagði Völsung - Arna Ósk skoraði þrennu fyrir Sindra
ÍR vann Völsung
ÍR vann Völsung
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sindri er í efsta sæti neðri hlutans
Sindri er í efsta sæti neðri hlutans
Mynd: Heimasíða Sindra
ÍR vann Völsung, 2-1, í efri hlutanum í 2. deild kvenna í dag á meðan vann ÍH auðveldlega, 5-0, í neðri hluta deildarinnar.

Á dögunum var deildinni skipt í tvo hluta og spila þá lið einfalda umferð.

ÍR er nú tveimur stigum á eftir toppliði Fram eftir að hafa unnið Völsung, 2-1. Lovísa Guðrún Einarsdóttir gerði sjálfsmark á 10. mínútu og komst ÍR í forystu en Una Móeiður Hlynsdóttir jafnaði metin tólf mínútum síðar. Unnur Elva Traustadóttir gerði sigurmarkið fyrir ÍR í byrjun síðari hálfleiks en ÍR er með 29 stig í efri hluta deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram.

Í neðri hlutanum eru fimm lið. Sindri er efst þeirra liða eftir 5-0 sigur á ÍH í dag. Arna Ósk Arnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Sindra sem er með 16 stig. Einherji lagði þá Hamar, 2-0. Coni Ion skoraði bæði mörk Einherja sem er í öðru sæti neðri hlutans með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Efri hluti:

Völsungur 1 - 2 ÍR
0-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('10 , Sjálfsmark)
1-1 Una Móeiður Hlynsdóttir ('22 )
1-2 Unnur Elva Traustadóttir ('50 )

Neðri hluti:

Sindri 5 - 0 ÍH
1-0 Fanney Rún Guðmundsdóttir ('25 )
2-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('26 )
3-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('50 )
4-0 Siggerður Egla Hjaltadóttir ('61 )
5-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('69 )

Einherji 2 - 0 Hamar
1-0 Coni Adelina Ion ('32 )
2-0 Coni Adelina Ion ('67 )
2. deild kvenna - úrslitakeppni
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner