Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2022 15:43
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Völsungur missir af toppbaráttunni
Mynd: Austurfrétt / Gunnar Gunnarsson

Völsungur 0 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Alberto Lopez Medel ('31)
Rautt spjald: Hjörvar Daði Arnarsson ('93)


Völsungur tók á móti Hetti/Hugin í fyrsta leik dagsins í 2. deild karla og þurftu Húsvíkingar sigur á heimavelli til að halda sér á lífi í toppbaráttunni.

Þrautin reyndist þó ansi þung og skoruðu gestirnir eftir hálftímaleik. Alberto Lopez Medel setti boltann í netið og héldu Austfirðingar forystunni allt til leiksloka.

Hjörvar Daði Arnarsson var rekinn útaf í liði Hattar/Hugins þegar komið var í uppbótartíma en inn vildi boltinn ekki fyrir Völsung.

Lokatölur 0-1 og Völsungur er áfram í þriðja sæti, sjö stigum eftir öðru sætinu þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Sigur hér hefði haldið vonarneistanum á lífi.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner