Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2022 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Arteta vildi ekki ræða titilbaráttuna - „Þetta er mjög langt maraþon"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vildi alls ekki láta draga sig út í umræðu um titilbaráttu eftir 2-1 sigur liðsins á Fulham í dag en Arsenal er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Arsenal lenti marki undir gegn Fulham en jafnaði nokkrum mínútum síðar með marki frá Martin Ödegaard.

Gabriel, varnarmaður liðsins, gerði mistök í marki Fulham en bætti upp fyrir það með þvi að gera sigurmarkið eftir hornspyrnu.

„Þetta gefur okkur mikinn kraft og að vinna á þennan hátt er mjög gott. Við gerðum mistök og okkur var refsað en hvernig við brugðumst við mótlætinu, tengslin við stuðningsmennina og hvernig við fórum að þessu; í því sást trúin í liðinu. Þeir vildu vinna leikinn og keyrðu á það og það tókst."

Arteta segir að Gabriel hugsi betur um sig en áður og var hæstánægður með hans framlag.

„Þetta sýnir hvaða karakter hann hefur að geyma og hvað er búinn að ná langt. Hugarfar hans og hvernig hann hugsar um sig og ég er bara mjög ánægður með það."

Eins og áður segir er Arsenal búið að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni en Arteta vildi ekki fara að ræða titilbaráttu.

„Nú förum við í næsta leik. Við eigum tvo leiki í næstu viku og verðum að undirbúa okkur vel og ná góðri endurheimt. Allir leikir í þessari deild eru krefjandi."

„Nei, þetta er bara byrjun tímabilsins. Við erum mjög svo löngu maraþoni,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner