Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 27. ágúst 2022 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Valur bikarmeistari í fjórtánda sinn eftir sigur á Blikum
Valur er bikarmeistari árið 2022
Valur er bikarmeistari árið 2022
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hörkubarátta í úrslitaleiknum
Hörkubarátta í úrslitaleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik 1 - 2 Valur
1-0 Birta Georgsdóttir ('34 )
1-1 Cyera Makenzie Hintzen ('54 )
1-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('72 )
Lestu um leikinn

Valur er bikarmeistari í fjórtánda sinn eftir að hafa unnið Breiðablik, 2-1, á Laugardalsvelli í dag. Valur er nú sigursælasta lið landsins í Mjólkurbikarnum, með einum bikar meira en Blikar.

Mikil barátta var í byrjun leiks. Valur náði að skapa sér mikla hættu við mark Blika en náðu þó ekki að gera sér mat úr því.

Það var því ákveðið högg þegar Birta Georgsdóttir tók forystuna fyrir Blika á 34. mínútu eftir góða skyndisókn. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir fékk boltann, lagði hann á Clöru sem kom honum aftur út á Vigdísi á hægri vængnum. Hún kom honum fyrir á Birtu sem lét vaða á markið en Sandra Sigurðardóttir varði vel. Birta náði frákastinu og kom boltanum í markið.

Valur hótaði jöfnunarmarki stuttu síðar er Anna Rakel Pétursdóttir kom boltanum inn í teiginn en Mist Edvarsdóttir skallaði hann rétt framhjá.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Blikum. Valskonur voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en Blikar gerðu eina markið og það eru auðvitað mörkin sem telja.

Valsliðið mætti af krafti inn í síðari hálfleikinn og var það Cyera Hintzen sem jafnaði metin á 54. mínútu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir stakk boltanum inn fyrir vörn Blika og mætti Cyera á blindu hliðina á miðvörðunum og kom boltanum framhjá Evu í marki Blika.

Liðið hélt áfram í sama gír og var í því að skapa sér hættu fyrir framan mark Blika. Það bar árangur á 72. mínútu er Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði. Ásdís pressaði vel og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen vann boltann, kom honum á Þórdísi sem fann Ásdísi og gerði hún listavel og kláraði af yfirvegun.

Blikar reyndu að leita að jöfnunarmarki. Anna Petryk átti hörkuskot úr aukaspyrnu af 35 metra færi en Sandra varði stórkostlega. Taylor Ziemer átti þá stuttu síðar skot sem fór af varnarmanni og rétt framhjá en inn vildi boltinn ekki.

Jöfnunarmarkið kom aldrei og fagnar Valur fjórtánda bikarmeistaraatitli sínum og er nú sigursælasta lið landsins í bikarnum. Magnaður sigur Vals á Laugardalsvelli.


Athugasemdir
banner
banner