Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2022 18:01
Fótbolti.net
Einkunnir í úrslitaleiknum: Þórdís Hrönn maður leiksins
Valskonur eru bikarmeistarar.
Valskonur eru bikarmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ásdís Karen var stórgóð í seinni hálfleiknum.
Ásdís Karen var stórgóð í seinni hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Natasha Anasi skallar boltann frá.
Natasha Anasi skallar boltann frá.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sólveig átti góðan leik.
Sólveig átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar fagna marki sínu í leiknum.
Blikar fagna marki sínu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Hér að neðan má sjá einkunnir úr leiknum.

Breiðablik:

1. Eva Nichole Persson (m) - 5
Hægt að setja spurningamerki við úthlaupið í fyrra markinu, fer út og á ekki séns í boltann; Cyera fer fram hjá henni og rennir boltanum í markið. Var ekkert alltof sannfærandi í fyrirgjöfum.

25. Anna Petryk - 6
Nálægt því að skora úr aukaspyrnu seint í leiknum. Stóð sig ágætlega varnarlega en náði lítið að sýna sig sóknarlega.

2. Natasha Anasi (f) - 6
Flott frammistaða og lenti sjaldan í brasi í leiknum. Svolítið viljug að stíga upp úr sinni stöðu en það reddaðist þó alltaf.

8. Heiðdís Lillýardóttir - 4
Hræðileg mistök í seinna marki Vals eftir að hafa átt virkilega fínan leik fram að því. Fór út úr stöðu og skildi eftir mikið pláss fyrir aftan sig.

26. Laufey Harpa Halldórsdóttir - 6 (86. mín)
Byrjaði leikinn virkilega vel, steig sinn andstæðing vel út á lykilaugnablikum en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fóru Valskonur að fjölmenna upp hægri vænginn og þá lenti Laufey stundum í brasi. Náði ekki að sýna mikið sóknarlega en stóð þokkalega fyrir sínu varnarlega.

9. Taylor Marie Ziemer - 7
Nýtti stærð sína vel og gerði andstæðingum sínum lífið leitt. Átti góða skottilraun seint í leiknum. Heilt yfir best í liði Blika.

17. Karitas Tómasdóttir - 6
Átti frábæran fyrri hálfleik, sennilega best á vellinum. Mikil barátta og dugleg að láta finna fyrir sér en dró töluvert af henni í seinni og Valskonur fundu pláss í kringum hana.

10. Clara Sigurðardóttir - 6
Virkilega góð sending á Vigdísi í aðdraganda marksins en fyrir utan það snerist leikur Clöru meira en varnarleik. Stóð sig vel í því hlutverki í fyrri hálfleik en dró af henni í seinni hálfleik.

28. Birta Georgsdóttir - 7
Tekur markið sitt vel, Sandra ver vel fyrri tilraunina vel en Birta er vel á tánum og klárar frákastið. Fyrir utan það komst hún lítið í boltann þar til Valskonur komust yfir.

15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - 6 (66. mín)
Gerir virkilega vel í markinu, gott þríhyrningsspil við Clöru og gerði vel að finna Birtu í góðu færi. Blikar sóttu minna en Valskonur í leiknum og líkt og Birta sást hún ekki mikið sóknarlega.

23. Helena Ósk Hálfdánardóttir - 5 (87. mín)
Náði ekki að fylgja eftir þrennunni í síðasta leik. Lét finna fyrir sér en sást lítið sóknarlega.

Varamenn:
(66. mín) 4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir - 6
(66. mín) 14. Karen María Sigurgeirsdóttir - 6
(86. mín) 16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn
(87. mín) 6. Margrét Brynja Kristinsdóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Valur:

1. Sandra Sigurðardóttir (m) - 7
Þurfti mjög lítið að gera í leiknum, en varði mjög vel einu sinni í seinni hálfleik. Hefði mögulega gert gert örlítið betur í marki Blika en þetta var skot af stuttu færi.

7. Elísa Viðarsdóttir (f) - 6
Fínn leikur heilt yfir hjá Elísu. Þó hún hafi oft átt betri daga þá fer hún sátt að sofa í kvöld.

4. Arna Sif Ásgrímsdóttir - 6
Reyndi lítið á hana en leysti sitt vel. Hún verður líklega örlítið ósátt með staðsetningu sína í markinu sem Blikar skora.

6. Mist Edvardsdóttir - 7
Fínn leikur hjá Mist. Eins og hjá Örnu þá var lítið hjá henni að gera en hún leysti

11. Anna Rakel Pétursdóttir - 6
Mjög slakur varnarleikur í markinu, en hún bætti upp fyrir það með góðum seinni hálfleik.

5. Lára Kristín Pedersen - 7
Gerði sitt mjög vel inn á miðsvæðinu, flottur leikur hjá henni.

27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - 6
Var hæg að koma sér til baka í markinu, en leysti annars sitt vel inn á miðjunni.

14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen - 7
Virkilega flott á hægri kantinum. Var sérstaklega spræk í fyrri hálfleik. Átti að skora.

8. Ásdís Karen Halldórsdóttir - 8
Var stórkostleg í seinni hálfleiknum og það breytti leiknum fyrir Val. Mjög skapandi í holunni og skoraði sigurmarkið í leiknum þar sem hún pressaði vel og átti gott hlaup.

17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - 9 - Best á vellinum
Leggur upp bæði mörk Vals og er heilt yfir frábær í leiknum. Er búinn að vera mikill stígandi í hennar leik í sumar. Besti leikmaður vallarins í dag.

13. Cyera Hintzen - 7
Svolítið týnd í fyrri hálfleik og komst ekki í mikinn takt við leikinn þá. Var betri í seinni hálfleiknum og skoraði gott mark. Var óheppin að fá ekki stoðsendingu líka.
Athugasemdir
banner
banner
banner