Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2022 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta mark Arnórs síðan í júní - Jónatan Ingi lagði upp í tapi
Arnór Gauti skoraði fyrir Hönefoss
Arnór Gauti skoraði fyrir Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Jónatan Ingi er að eiga stórkostlegt tímabil með Sogndal
Jónatan Ingi er að eiga stórkostlegt tímabil með Sogndal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Ragnarsson var á skotskónum er Hönefoss vann 4-1 sigur á Toten í norsku fimmtu deildinni í dag og þá lagði Jónatan Ingi Jónsson upp mark fyrir Sogndal í 5-2 tapi fyrir Fredrikstad.

Arnór Gauti gekk til liðs við Hönefoss fyrir tímabilið og var iðinn við markaskorun í byrjun leiktíðar en hafði ekki skorað deildarmark í tvo mánuði fram að leiknum í dag.

Hann kom Hönefoss á bragðið í leiknum sem endaði 4-1 fyrir liðið en það situr í 8. sæti deildarinnar með 25 stig.

Birkir Þór Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Volda í sömu deild sem tapaði fyrir Brumunddal, 4-0. Volda er í 9. sæti með 20 stig.

Jónatan Ingi Jónsson lagði upp fyrsta mark Sogndal í 5-2 tapi fyrir Fredrikstad í norsku B-deildinni. Jónatan fór af velli á 59. mínútu leiksins. Valdimar Þór Ingimundarson spilaði allan leikinn fyrir Sogndal.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodö/Glimt sem vann 2-0 sigur á Jerv í norsku úrvalsdeildinni, Bodö er í 2. sæti með 41 stig, fjórum stigum á eftir Molde.

Birkir í sigurliði

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adana Demirspor sem lagði Umraniyespor að velli, 1-0. Birkir fór útaf á 60. mínútu og þá stóð Rúnar Alex Rúnarsson vaktina í marki Alanyaspor sem tapaði fyrir Istanbulspor, 1-0.

Elías Már Ómarsson kom inná sem varamaður á 73. mínútu í 1-0 sigri NImes á Laval í frönsku B-deildinni og þá var Jón Dagur Þorsteinsson í byrjunarliði Leuven sem vann Oostende, 2-1, í Belgíu.

Jón Dagur fór af velli á 81. mínútu leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner