Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. ágúst 2022 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta markmið Haaland er að skora fleiri mörk en pabbinn
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er með markmið á þessu tímabili og það er að ná að skora fleiri mörk en faðir hans, Alf Inge, gerði í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland skoraði þrennu í 4-2 sigri Manchester City á Crystal Palace í dag og er nú með sex mörk í deildinni en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar.

Faðir hans, Alf Inge, spilaði með Nottingham Forest, Manchester City og Leeds í úrvalsdeildinni frá 1994 til 2003 og gerði þá átján mörk fyrir félögin.

Markmið Haaland er að skora fleiri mörk en pabbinn og miðað við byrjun hans til þessa gæti hann tékkað það af listanum í lok tímabils.

„Þetta var mjög góð tilfinning. Það var mikið stolt sem fylgdi þessu augnabliki, bæði fyrir mig og fjölskyldu mína. Við munum halda áfram á sömu braut. Þessir leikir eru ástæðan fyrir því að ég er hérna, til að snúa hlutunum við þegar við erum að fara í gegnum erfiða tíma," sagði Haaland.

„Pabbi mun líklega segja að hann var með fleiri mörk en ég í ensku úrvalsdeildinni þannig ég mun reyna að elta það met.

„Þetta snérist bara um nokkrar breytingar í lokin. Við vorum svo nálægt þessu í fyrri hálfleik þannig þetta var bara spurning um að klára dæmið. Þetta er það sem við gerum og þetta var góð tilfinning."

„Það er mjög mikilvægt að hafa þetta hugarfar og við ættum að ná að gera þetta oftar. Það er meira sem við getum gert í föstum leikatriðum og verðum að halda áfram að leggja hart að okkur."

„Það er ekki auðvelt að koma inn í nýtt félag og annað land þannig þetta hefur verið góð byrjun. Ég held að öll fjölskyldan sé stolt í dag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner