Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2022 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Dybala lagði upp í jafntefli gegn Juventus - Sara Björk spilaði í stórsigri
Paulo Dybala lagði upp mark Roma
Paulo Dybala lagði upp mark Roma
Mynd: EPA
Rafael Leao skoraði fyrir Milan
Rafael Leao skoraði fyrir Milan
Mynd: EPA
Sara Björk spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Juventus
Sara Björk spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Milan unnu annan leikinn í deildinni í dag er liðið lagði Bologna að velli, 2-0, á San Síró. Landsliðsfyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir, var þá í byrjunarliði Juventus sem vann 6-0 stórsigur á Como.

Karlalið Juventus og Roma gerðu 1-1 jafntefli á Allianz-leikvanginum í Tórínó. Dusan Vlahovic kom Juventus yfir á 2. mínútu leiksins en Tammy Abraham gerði jöfnunarmark Roma þegar tuttugu mínútur voru eftir eftir stoðsendingu frá Paulo Dybala.

Milan lagði Bologna, 2-0. Olivier Giroud og Rafael Leao gerðu mörk meistaranna.

Spezia gerði 2-2 jafntefli við Sassuolo. Mikael Egill Ellertsson sat allan tímann á bekk Spezia í dag. Sænski landsliðsmaðurinn Albin Ekdal var rekinn af velli þegar níu mínútur voru eftir en Sassuolo tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.

Í kvennaboltanum var Sara Björk Gunnarsdóttir í byrjunarliði Juventus sem vann Como, 6-0. Sara fór af velli á 59. mínútu í stöðunni 5-0. Þetta var fyrsti deildarleikur Juventus sem er á toppnum.

Úrslit og markaskorarar:

Cremonese 1 - 2 Torino
0-1 Matteo Bianchetti ('17 , sjálfsmark)
0-2 Nemanja Radonjic ('65 )
1-2 Leonardo Sernicola ('80 )

Juventus 1 - 1 Roma
1-0 Dusan Vlahovic ('2 )
1-1 Tammy Abraham ('69 )

Milan 2 - 0 Bologna
1-0 Rafael Leao ('21 )
2-0 Olivier Giroud ('58 )

Spezia 2 - 2 Sassuolo
0-1 Davide Frattesi ('27 )
1-1 Simone Bastoni ('30 )
2-1 Mbala Nzola ('45 , víti)
2-2 Andrea Pinamonti ('50 )
Rautt spjald: Albin Ekdal, Spezia ('81)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner