lau 27. ágúst 2022 14:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Átti að dæma hendi á McTominay?
Mynd: EPA

Manchester United lagði Southampton á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Diogo Dalot en leikmenn Southampton og stuðningsmenn vildu fá vítaspyrnu dæmda, eða í það minnsta aukaspyrnu, þegar boltinn fór þrisvar sinnum í handlegg Scott McTominay.

Che Adams tók boltann á bringuna innan vítateigs, með McTominay nokkra sentimetra frá sér. Boltinn skoppaði afar augljóslega í hendi McTominay en lítið sem miðjumaðurinn gat gert til að koma sér undan og boltinn var líklega kominn út úr vítateignum.

Það eru skiptar skoðanir um hvort þetta hafi átt að vera brot eða ekki, og þá hvort þetta ætti að vera víti eða auka, en atvikið er hægt að sjá með að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner