Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. ágúst 2022 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fagnaðarlætin og bikarinn fara á loft á Laugardalsvelli
Valur er bikarmeistari eftir sigur á Blikum
Valur er bikarmeistari eftir sigur á Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valur er bikarmeistari í fjórtánda sinn eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Laugardalsvelli í dag.

Blikar komust yfir er Birta Georgsdóttir skoraði með skoti af stuttu færi í fyrri hálfleik og staðan 1-0 fyrir Blikum í hálfleik.

Valur tók við sér í þeim síðari og jafnaði metin er Cyara Hintzen skoraði eftir sendingu frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði síðan sigurmarkið um tuttugu mínútum fyrir leikslok og það aftur eftir sendingu frá Þórdísi.

FJórtándi bikarmeistaratitill Vals staðreynd en liðið gat leyft sér að fagna vel og innilega í leikslok. Hér fyrir neðan má sjá fagnaðarlætin.



Bikarinn fór svo á loft stuttu síðar og má sjá það í myndbandinu sem RÚV birti hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner