Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. ágúst 2022 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Valgeir með stoðsendingu og Hacken á toppnum
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá BK Häcken sem sigraði Varnamo 4-1 í efstu deild sænska boltans í dag.


Hann lagði fyrsta mark leiksins upp og leiddi Häcken 1-0 í leikhlé. Heimamenn bættu þremur mörkum við í seinni hálfleik og urðu lokatölur 4-1.

Hacken er á toppi deildarinnar með 44 stig eftir 20 umferðir, fimm stigum fyrir ofan Hammarby sem á leik til góða.

Häcken 4 - 1 Varnamo
1-0 Rygaard Jensen ('44)
2-0 A. Jeremejeff ('55)
3-0 I. Sadiq ('80)
4-0 I. Sadiq ('90)

Í B-deildinni var Alex Þór Hauksson í sigurliði Öster sem lagði Östersund að velli með tveimur mörkum gegn einu. Alex Þór og félagar eru í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild.

Lærisveinar Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte eru þá komnir fjórum stigum frá fallsvæðinu eftir jafntefli gegn Vasteräs. Það er orðið langt síðan Örgryte tapaði síðast fótboltaleik og virðist Brynjar Björn á góðri leið með að bjarga félaginu frá falli.

Að lokum var Böðvar Böðvarsson í byrjunarliði Trelleborg sem tapaði gegn Landskrona. Trelleborg er fjórum stigum frá baráttunni um sæti í efstu deild.

Öster 2 - 1 Östersund

Vasteras 1 - 1 Örgryte

Landskrona 2 - 1 Trelleborg


Athugasemdir
banner
banner
banner