Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 27. ágúst 2022 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag þarf ekki fleiri framherja - „Við viljum halda Ronaldo"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að félagið þurfi ekki á öðrum framherja að halda og vonast þá til að halda Cristiano Ronaldo.

United vann annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag með því að vinna Southampton, 1-0.

Bruno Fernandes gerði eina mark leiksins og virðist liðið vera að taka við sér eftir slaka byrjun.

Ten Hag var spurður út í framherjamálin. Hann segir enga þörf á því að bæta við öðrum sóknarmanni og gerir ráð fyrir því að halda Ronaldo.

Ronaldo vill komast frá félaginu og spila áfram í Meistaradeild Evrópu en hann hefur verið orðaður við Napoli og Sporting síðustu daga.

„Við gerum ráð fyrir honum. Við viljum halda honum hér, það er það sem við viljum," sagði Ten Hag.

„Mér fannst Rashford öflugur, sérstaklega fyrstu fimmtán mínúturnar í síðari hálfleik. Hann skilur að hann þarf stundum að vera fremstur."

„Hann var sá sem þurfti að skapa tækifærin. Hann átti mikinn þátt í því í síðari hálfleik og spilaði mikilvæga rullu í sókninni í byrjun síðari hálfleiks."

„Það er eitthvað sem ég bjóst við þegar það er mikil pressa á boltanum og það er þegar það er framherji sem við getum spilað á og hann gerði vel. Við erum með Cristiano, Anthony Martial og Rashford þannig við erum í góðum málum hvað varðar framherja,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner