Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2022 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja liðið til að vinna 9-0 í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Liverpool tókst að jafna met Leicester City og Manchester United yfir stærsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni en liðið slátraði Bournemouth, 9-0, á Anfield í dag.

Leicester vann Southampton með sömu markatölu á St. Mary's fyrir þremur árum síðan þar sem þeir Jamie Vardy og Ayoze Perez gerðu þrennur. Southampton tapaði einnig 9-0 fyrir Manchester United á síðasta ári og þá vann Manchester United lið Ipswich Town, 9-0, árið 1995.

Liverpool jafnaði met liðanna gegn Bournemouth í dag. Liverpool leiddi með fimm mörkum í hálfleik þar sem Roberto Firmino lagði upp þrjú og skoraði eitt.

Heimamenn gerðu fjögur mörk til viðbótar í þeim síðari og jöfnuðu þar með met Leicester og Man Utd.

Liverpool vann síðast 9-0 árið 1989 gegn Crystal Palace í ensku fyrstu deildinni, þremur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner