banner
   lau 27. ágúst 2022 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Ein besta frammistaða sem sést hefur hjá markverði
Yann Sommer var magnaður í dag
Yann Sommer var magnaður í dag
Mynd: EPA
Bayern 1 - 1 Borussia M.
0-1 Marcus Thuram ('43 )
1-1 Leroy Sane ('83 )

Yann Sommer, markvörður Borussia Monchengladbach, átti stórkostlega frammistöðu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Bayern München í þýsku deildinni í dag.

Bayern var með öll völd á leiknum í fyrri hálfleiknum og þurfti Sommer strax að taka á stóra sínum á fyrstu mínútu eftir að Dayot Upamecano skallaði á markið en Sommer varði frábærlega.

Liðið hélt áfram að pressa og skapa sér færi en Sommer vel á verði.

Sadio Mané kom boltanum í netið á 34. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Það var því þvert gegn gangi leiksins er Marcus Thuram tók forystuna fyrir Gladbach undir lok fyrri hálfleiks.

Sommer hélt áfram að verja eins og berserkur í þeim síðari en náði ekki að sjá við Leroy Sane sem jafnaði á 83. mínútu. Bayern reyndi að koma sigurmarkinu í netið undir lokin en Sommer varði allt og tryggði Gladbach stig.

Bayern er á toppnum með 10 stig en Gladbach í 6. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner