Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 27. ágúst 2022 15:33
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sigur hjá Dortmund - Schalke fékk sex á sig heima
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Borussia Dortmund

Christopher Nkunku skoraði bæði mörk RB Leipzig í góðum sigri gegn Wolfsburg í dag. Þetta var fyrsti sigur Leipzig á deildartímabilinu og er liðið með fimm stig eftir fjórar umferðir.


Bayer Leverkusen lagði þá Mainz að velli með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Leverkusen misstu tvo menn útaf með rautt spjald í síðari hálfleik og kláruðu því aðeins með níu leikmenn en það sakaði ekki. 

Leverkusen byrjaði tímabilið hrikalega illa og var með þrjá tapleiki. Þetta eru fyrstu stig liðsins og eru þau kærkomin.

Anthony Modeste gerði eina mark leiksins er Borussia Dortmund kom sér upp í níu stig og þá er Union Berlin á toppinum eftir stórsigur á útivelli gegn Schalke.

Gestirnir frá höfuðborginni skoruðu sex mörk og eru með tíu stig eftir fjóra leiki. Einu stigi fyrir ofan FC Bayern sem á leik til góða gegn Borussia Mönchengladbach í dag.

RB Leipzig 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Christopher Nkunku ('5 , víti)
2-0 Christopher Nkunku ('90 )

Mainz 0 - 3 Bayer Leverkusen
0-1 Jonathan Burkardt ('29 , sjálfsmark)
0-2 Jeremie Frimpong ('39 )
0-3 Jeremie Frimpong ('41 )
Rautt spjald: Piero Hincapie, Bayer ('77)
Rautt spjald: Mitchel Bakker, Bayer ('90)

Hoffenheim 1 - 0 Augsburg
1-0 Dennis Geiger ('38 )

Hertha 0 - 1 Borussia Dortmund
0-1 Anthony Modeste ('32 )

Schalke 04 1 - 6 Union Berlin
0-1 Morten Thorsby ('6 )
1-1 Marius Bulter ('31 , víti)
1-2 Sheraldo Becker ('36 )
1-3 Janik Haberer ('45 )
1-4 Sheraldo Becker ('46 )
1-5 Sven Michel ('87 )
1-6 Sven Michel ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner