Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. ágúst 2022 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel ósáttur við Gallagher - „Þú getur ekki gert þetta"
Conor Gallagher var rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld í fyrri hálfleik
Conor Gallagher var rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Þýski stjórinn Thomas Tuchel var allt annað en sáttur við Conor Gallagher, leikmann Chelsea, eftir rauða spjaldið sem hann fékk í 2-1 sigrinum á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gallagher var í byrjunarliði Chelsea annan leikinn í röð en hann var fokinn af velli eftir 28 mínútur í dag.

Hann fékk gula spjaldið á 22. mínútu og sex mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að að taka Harvey Barnes niður.

Tuchel, sem var í banni í dag, var uppi í stúku og ræddi svo við BBC eftir leik en hann var ekki sáttur við lærisvein sinn.

„Þú getur ekki farið í þessa seinni tæklingu ef þú ert á gulu spjaldi eftir 20 eða 25 mínútur. Þessi tækling var augljóst gult spjald og þetta setti okkur í slæma stöðu. Gallagher hafði enga ástæðu til þess að taka þessa ákvörðun," sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner