lau 27. ágúst 2022 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Umdeild rangstaða tók víti af Chelsea - Sjáðu rauða spjaldið
Mynd: EPA

Chelsea er að spila við Leicester þessa stundina og missti Conor Gallagher af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.


Miðjumaðurinn efnilegi fékk tvö gul með stuttu millibili og má sjá hér neðst í fréttinni þegar hann fékk seinna gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Leicester.

Þetta var skellur fyrir Chelsea sem héldu skömmu áður að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en þeim dómi var snúið við eftir nánari athugun með VAR.

Í ljós kom að Kai Havertz var nokkra millimetra fyrir innan varnarlínu Leicester í aðdragandanum og því engin vítaspyrna dæmd. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd þar sem margir telja Havertz ekki hafa verið raunverulega í rangstöðu. Hægt er að sjá mynd af rangstöðunni hér fyrir neðan.

Tíu leikmenn Chelsea tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Raheem Sterling sem átti svo skot í stöng skömmu síðar.

Sjáðu rauða spjaldið á Gallagher


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner