Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. september 2021 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UEFA ætlar ekki að refsa Ofurdeildarfélögunum
Aleksander Ceferin, Forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, Forseti UEFA.
Mynd: EPA
UEFA hefur staðfest að sambandið muni ekki lögsækja Barcelona, Juventus og Real Madrid vegna áætlanna um að stofna Ofurdeildina.

Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, Atletico Madrid, AC Milan og Inter Milan voru upphaflega með í þeim áformum en hafa dregið sig út úr því.

Þau félög voru sögð þurfa að borga 15 milljón evra sekt samanlagt en UEFA hefur tjáð þeim að sektin hefur verið felld niður.

Félögin sögðu að það segði ekkert til um það að stofna þessa deild væri ólöglegt. UEFA hefur fallist á það og hætta við að sekta öll félögin.
Athugasemdir
banner
banner
banner