Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjóst aldrei við því að skora 100 mörk í þessu „fallega landi"
Gonzalo Zamorano, lykilmaður Selfoss
Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss.
Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss fór með sigur af hólmi í 2. deildinni í sumar.
Selfoss fór með sigur af hólmi í 2. deildinni í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Selfyssingar ætla sér að vinna þennan bikar í kvöld.
Selfyssingar ætla sér að vinna þennan bikar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano er líklega sá leikmaður sem KFA óttast mest fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins í kvöld. Gonzalo hefur verið frábær fyrir Selfoss í sumar og hefði verið leikmaður ársins í 2. deildinni ef Jakob Gunnar Sigurðsson, sóknarmaður Völsungs, hefði ekki tekið upp á því að skora 25 mörk.

Gonzalo hefur þá verið stórkostlegur í Fótbolti.net bikarnum en hann hefur skorað í öllum umferðunum til þessa.

„Tilfinningin er frábær," segir Gonzalo við Fótbolta.net fyrir leikinn. „Við vitum að þetta er stór dagur fyrir bæinn, félagið og leikmennina. Við erum á góðum stað sem lið og andrúmsloftið er stórkostlegt."

„Við vonumst til að eiga góðan leik og taka bikarinn með heim á Selfoss."

Gonzalo, eða Gonzi eins og hann er oftast kallaður, segist njóta þess að spila í Fótbolti.net bikarnum. „Ég nýt þess mikið. Við höfum átt góða leiki í keppninni og við erum spenntir að spila á þjóðarleikvanginum."

Frábært tímabil fyrir Selfoss
Selfoss fór með sigur af hólmi í 2. deildinni í sumar en liðið vann báða leiki sína gegn KFA í sumar.

„Ég held að þetta verði mjög jafnn leikur, 50/50 leikur. KFA er með mjög góða leikmenn. Við vitum hvernig þeir spila og þeir vita hvernig við spilum. Ég held að smáatriðin verði mjög mikilvæg og við verðum að vera meðvitaðir um það."

„Ég er mjög bjartsýnn og spenntur fyrir leiknum," segir Gonzi.

Selfoss hefur átt frábært tímabil og Gonzi verið stórgóður í fremstu víglínu.

„Þetta hefur verið frábært tímabil. Við nutum hvers einasta leik og hverrar einustu æfingu. Besta leiðin til að klára tímabilið og er að vinna leikinn í kvöld. Persónulega hefur þetta líka verið mjög gott tímabil. Ég hef spilað mjög vel og skorað mörk sem hafa hjálpað liðinu en það er það mikilvægasta."

Með 100 mörk á Íslandi
Gonzi segir að yfirstandandi tímabil sé það besta sem hann hefur átt á Íslandi en hann hefur spilað hér á landi frá 2017. „Ég hef skorað 25 mörk í 26 leikjum í öllum keppnum. Ég hef átt góð tímabil á Íslandi en þetta er mjög sérstakt," segir Gonzi sem skoraði nýverið sitt 100. mark á Íslandi.

„Það var frábær tilfinning að afreka það að skora mitt 100. mark í þessu fallega landi. Ég er mjög ánægður með það og ég vonast til að skora enn fleiri mörk."

„Ég bjóst aldrei við því að skora 100 mörk hérna. Ég var aldrei með það í huga fyrr en á þessu tímabil. Ég er þakklátur öllum félögum sem ég hef spilað með á Íslandi."

Ertu að vonast til að bæta fleiri mörkum í safnið í kvöld?

„Ég er bara mjög spenntur fyrir leiknum og ég vonast til að hjálpa liðinu að vinna bikarinn. Það skiptir ekki máli hver skorar, við viljum bara vinna. Það væri besti endirinn á fallegu tímabili með frábæru liði að vinna þennan bikar. Við viljum byggja upp eitthvað sérstakt fyrir félagið," sagði Gonzi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner