Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Breki Baldursson lék fyrsta leikinn fyrir Esbjerg
Mynd: Esbjerg
Avarta 2 - 3 Esbjerg
0-1 Andreas Lausen ('11)
1-1 Marco Balck ('20)
1-2 Mikkel Ladefoged ('37)
1-3 Mikkel Ladefoged ('45+1)
2-3 Marco Vinterberg ('85)

Hinn 18 ára gamli Breki Baldursson kom við sögu í sigri Esbjerg í danska bikarnum í gær og var það hans fyrsti leikur með meistaraflokki félagsins.

Breki er uppalinn hjá Fram og hefur verið mikilvægur hlekkur í U19 landsliði Íslands undanfarin misseri. Esbjerg keypti hann frá Fram í sumar og gerði Breki fjögurra ára samning við félagið.

Breki leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og kom hann inn á 79. mínútu í 2-3 sigri gegn Avarta í 32-liða úrslitum bikarsins.

Esbjerg leikur í næstefstu deild danska boltans og er þar í þriðja sæti með 18 stig eftir 10 umferðir. Breki hefur nokkrum sinnum verið á bekknum í deildinni en ekki enn fengið að spreyta sig.
Athugasemdir
banner
banner