Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Eins og hannaður af Simeone
Conor Gallagher kom frá Chelsea.
Conor Gallagher kom frá Chelsea.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Atletico Madrid eru strax farnir að elska Conor Gallagher sem keyptur var frá Chelsea í sumar.

Gallagher skoraði í 3-0 sigri gegn Valencia fyrir um tveimur vikum og fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði svo annað gott mark í 1-1 jafntefli gegn Rayo Vallecano.

„Ég er þegar sannfærður um að hann sé frábær kaup. Ef Diego Simeone stjóri Atletico gæti hannað leikmann á miðsvæðið þá myndi hann gera leikmann eins og Gallagher," segir spænski sparkspekingurinn Julio Maldonado.

„Hann vinnur boltann, sýnir mikla vinnusemi, er líkamlega sterkur og með mikla útsjónarsemi til að styðja við sóknina."

Simeone hefur sjálfur viðurkennt að vera mjög hrifinn af Gallagher.

„Hann hefur komið inn af miklum eldmóði og við þurftum svona leikmann á miðjunni því hann gerir okkur betri. Hann gefur alltaf sitt besta í öllum aðstæðum sem koma upp í leikjum sem hann tekur þátt í," sagði Simeone

Atletico Madrid tekur á móti Real Madrid á sunnudagskvöld.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 7 7 0 0 23 5 +18 21
2 Real Madrid 7 5 2 0 16 5 +11 17
3 Atletico Madrid 7 4 3 0 11 3 +8 15
4 Villarreal 7 4 2 1 14 14 0 14
5 Athletic 7 4 1 2 11 7 +4 13
6 Mallorca 8 3 3 2 6 5 +1 12
7 Osasuna 7 3 2 2 8 11 -3 11
8 Alaves 7 3 1 3 11 10 +1 10
9 Vallecano 7 2 3 2 8 7 +1 9
10 Betis 7 2 3 2 7 7 0 9
11 Celta 7 3 0 4 14 14 0 9
12 Girona 7 2 2 3 8 10 -2 8
13 Sevilla 7 2 2 3 7 9 -2 8
14 Espanyol 7 2 1 4 7 11 -4 7
15 Leganes 7 1 3 3 4 8 -4 6
16 Valladolid 8 1 3 4 3 15 -12 6
17 Real Sociedad 7 1 2 4 3 7 -4 5
18 Valencia 7 1 2 4 5 10 -5 5
19 Getafe 7 0 4 3 3 6 -3 4
20 Las Palmas 7 0 3 4 8 13 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner