Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekkert að skemma fyrir að þetta mark tryggði okkur á Laugardalsvöll"
Marteinn Már Sverrisson, lykilmaður KFA
Marteinn Már Sverrisson, leikmaður KFA.
Marteinn Már Sverrisson, leikmaður KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik hjá KFA í sumar.
Úr leik hjá KFA í sumar.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Það er barist um þennan bikar í dag.
Það er barist um þennan bikar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki beðið, þetta verður ótrúlega skemmtilegt," segir Marteinn Már Sverrisson, leikmaður KFA, við Fótbolta.net en í kvöld munu hann og hans liðsfélagar stíga út á Laugardalsvöll í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins.

Í kvöld ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Marteinn Már er einn af heimamönnunum í liði KFA og er algjör lykilmaður fyrir þeirra lið. Hann skoraði sigurmarkið gegn Tindastóli í undanúrslitunum. Um að skora sigurmarkið í þeim leik segir hann:

„Það var auðvitað mjög gaman, sem sóknarmaður þá vill maður alltaf skora mörk. Nikola (markmaður Tindastóls) var hjá okkur í fyrra og hann er frábær markmaður þannig ég vissi að það yrði ekki auðvelt að skora fram hjá honum. Og síðan var ekkert að skemma fyrir að þetta mark tryggði okkur farseðilinn á Laugardalsvöll," segir Marteinn.

Var það erfiðari leikur en þið bjuggust við?

„Nei ég get ekki sagt það, við vissum að þeir myndu mæta til leiks fullir sjálfstrausts eftir að hafa rúllað yfir fjórðu deildina í sumar og þeir eru með gott lið en heilt yfir fannst mér við vera með góð tök á leiknum og náðum svo að sigla þessu heim."

Voru hörkuleikir
KFA mætir Selfossi - liðinu sem rúllaði yfir 2. deild - í úrslitaleiknum í kvöld.

„Sá leikur leggst vel í mig. Við vitum að Selfoss er gott lið og þeir eru örugglega sigurstranglegra liðið en við erum búnir að undirbúa okkur vel og við höfum trú á verkefninu, þannig það getur allt gerst," segir Marteinn.

KFA tapaði báðum leikjunum gegn Selfossi í deildinni í sumar. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að reyna að vinna hann. Báðir leikirnir við Selfoss í deildinni voru hörkuleikir og hefðu úrslitin getað dottið fyrir annað hvort lið en því miður féll þetta ekki með okkur. Síðan er það þekkt að það getur allt gerst í bikarnum þannig við erum bara bjartsýnir."

Sárabót að fá að enda tímabilið á Laugardalsvelli
Tímabilið fór ekki eins og KFA vildi, en liðið endaði um miðja 2. deild.

„Tímabilið var auðvitað ákveðin vonbrigði, KFA er metnaðarfullur klúbbur og auðvitað vildum við fara upp en þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp þá voru samt hellingur að jákvæðum punktum sem við getum byggt á fyrir næsta tímabil," segir Marteinn en hann segir það góðan bónus að eiga þennan leik inni.

„Já klárlega. Sérstaklega eftir vonbrigði sumarsins en þá er það smá sárabót að fá að enda tímabilið með að spila á þjóðarleikvanginum og það er möguleiki að enda tímabilið með málmi."

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner