Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fá skjöldinn ekki á morgun þó þær verði Íslandsmeistarar
Skjöldurinn verður ekki á Kópavogsvelli á morgun.
Skjöldurinn verður ekki á Kópavogsvelli á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari kvenna á morgun ef öll úrslit detta með liðinu. Bikarinn, eða öllu heldur skjöldurinn, verður hins vegar ekki á Kópavogsvelli.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdstjóri ÍTF, segir við Fótbolta.net að skjöldurinn verði afhentur í lokaumferðinni.

Breiðablik tekur á móti FH á Kópavogsvelli á morgun og er það síðasti heimaleikur liðsins í Bestu deild kvenna í sumar. Ef Blikar vinna leikinn og Valur vinnur ekki sinn leik gegn Víkingi á útivelli á sama tíma, þá er Breiðablik Íslandsmeistari.

Skjöldurinn verður þó ekki afhentur á morgun ef Blikar tryggja sér titilinn, heldur á að afhenda hann í lokaumferðinni á Hlíðarenda.

Það er möguleiki á sannkölluðum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna laugardaginn 5. október en Breiðablik og Valur mætast þá á Hlíðarenda. Breiðablik er með einu stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir.

laugardagur 28. september
14:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner