Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn verið ólíkur sjálfum sér - „Hann mun svara"
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu. Hann hefur ekki náð að ógna andstæðingum United jafnmikið og hann er vanur. Hann hefur einungis lagt upp eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins og á enn eftir að skora.

Ferndandes er einn mest skapandi miðjumaður heims og er vanur því að vera í miðri hringiðunni í sóknarleik United.

Erik ten Hag, stjóri United, er viss um að Fernandes muni komast í sitt besta form fljótlega.

„Hann hefur sýnt það í svo mörg ár í úrvalsdeildinni að hann getur skapað mörg færi," sagði sá hollenski.

„Ég er viss um að á þessu tímabili mun hann gera það sama, hann mun svara og finna sitt form. Hann er að skapa færi en ég er fullviss um að hann mun fara leggja meira upp og skora mörk. Það er bara tímaspursmál," sagði Ten Hag.

United á leik gegn Tottenham á sunnudag í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner