Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Víkingur 
Gísli Gotti skrifar undir þriggja ára samning - „Topp 5 í deildinni"
Hefur fjórum sinnum verið valinn í sterkasta lið umferðarinnar í sumar.
Hefur fjórum sinnum verið valinn í sterkasta lið umferðarinnar í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson hefur framlengt samning sinn við Víking og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2027. Fyrri samningur var út næsta tímabil.

Gísli Gotti, eins og hann er kallaður, er tvítugur miðjumaður sem hefur spilað stórt hlutverk seinni hluta tímabilsins með Víkingi. Hans hlutverk fór stækkandi í júlí og hann hefur verið algjör lykilmaður frá því að Pablo Punyed sleit krossband.

Gísli kom til Víkings frá ítalska félaginu Bologna sumarið 2022 og hefur hann leikið 64 leiki fyrir Víking og skorað í þeim þrjú mörk.

Gísli er U21 landsliðsmaður sem var áður í stóru hlutverki í U19 landsliðinu sem tók m.a. þátt í lokakeppni EM sumarið 2023.

Í sumar vakti Gísli athygli annarra félaga og buðu bæði KR og Valur í miðjumanninn en án árangurs. Hann varð bikarmeistari með Víkingi 2022 og Íslands- og bikarmeistari í fyrra.

„Gísli hefur sannað sig sem ekki aðeins efnilegasta mann landsins heldur tel ég hann vera í topp 5 yfir þá bestu í deildinni í dag. Það er óhætt að segja að the sky is the limit þegar það kemur að hversu langt hann getur náð í fótbolta. Hann er með eiginleika sem mjög fáir íslenskir leikmenn búa yfir en fyrir utan alla hans knattspyrnuhæfileika þá er það sem hann ber á herðum sér hans besti kostur og það mun tryggja að hann nái mjög langt á sínum ferli," segir Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner