Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
   fös 27. september 2024 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík spilar til úrslita gegn Aftureldingu.
Keflavík spilar til úrslita gegn Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Axel Ingi Jóhannesson fær að vera með á morgun.
Axel Ingi Jóhannesson fær að vera með á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur, það verði fullt af fólki hérna og dagurinn verði góður'
'Ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur, það verði fullt af fólki hérna og dagurinn verði góður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir og okkur hlakkar mikið til að takast á við þetta verkefni," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er hann ræddi við Fótbolta.net fyrir úrslitaleik umspilsins í Lengjudeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun.

Keflavík mætir Aftureldingu í 50 milljón króna leiknum svokallaða en það er sæti í Bestu deildinni í húfi.

„Við vorum mjög seinir í gang og byrjum mótið illa. Um mitt mót förum við að tengja saman sigra og endum seinni umferðina með átta sigra, tvö jafntefli og eitt tap. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur og á endanum skilaði það okkur í umspilið, og svo í úrslitaleikinn."

Bæði þessi lið fóru illa af stað og má segja að þau séu núna að toppa á réttum tíma.

„Já, það er rétt hjá þér. Bæði lið voru hæg í gang og hafa verið að spila mjög vel að undanförnu. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur, það verði fullt af fólki hérna og dagurinn verði góður," segir Haraldur.

Horfa á einvígið í heild
Keflavík mætti ÍR í undanúrslitum umspilsins og vann þar fyrri leikinn 1-4. Þá héldu einhverjir að einvígið væri búið en annað kom á daginn og ÍR komst í 0-3 í Keflavík. Leikurinn endaði hins vegar 2-3 og Keflavík fór áfram.

„Við vorum mjög effektívir í fyrri leiknum og förum með góða stöðu til Keflavíkur. Þar eru þeir heldur betur mættir og úr verður hörkuleikur. Við vorum varla búnir að snúa okkur við og þá var staðan orðin 0-3 fyrir þeim. ÍR-ingarnir áttu gott tímabil og voru mjög flottir. Innst inni held ég að menn hafi verið komnir fram úr sér þar, mættir hingað í dalinn og við þyrftum ekki að spila þær 90 mínútur sem voru eftir í því einvígi," sagði Haraldur.

„En á endanum náðum við að klára það og það var bara vel gert. Við töpum þeim einstaka leik en ákváðum að gera þetta upp sem einvígi yfir 180 mínútur sem við unnum 6-4. Við töpuðum í Keflavík en við erum búnir að reyna að vera jákvæðir. Við ætlum að mæta hingað með góða orku og gott spennustig."

Keflvíkingar vonast til að vera búnir að taka út vonda kaflann þarna. „Þegar þú ert kominn í úrslitaleik, þá eru menn ekkert að pæla í því sem er búið að gerast."

Reiknuðu bara með einum leik
Það eru allir leikmenn klárir í slaginn fyrir Keflavík. „Það er enginn í banni og allir heilir," sagði Haraldur en það vakti athygli í vikunni að Axel Ingi Jóhannesson, leikmaður Keflavíkur, fékk bara einn leik í bann fyrir að kýla mótherja í leik gegn ÍR. Hann má því vera með í úrslitaleiknum.

Kom það þér á óvart að Axel hafi ekki fengið meira en einn leik í bann?

„Nei, ekki svona í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir. Þá reiknuðum við bara með einum leik," sagði Haraldur en aganefnd KSÍ virðist vera komin með ný viðmið miðað við úrskurði að undanförnu og brot þurfa að vera mun grófari en áður til að fá þyngingu.

Að lokum sagði þjálfari Keflvíkinga: „Ég á ekki von á öðru en að fólk fjölmenni. Það hefur verið þannig þegar Keflavík hefur spilað til úrslita, hvort sem það er í körfubolta eða fótbolta, að þá hefur fólk mætt mjög vel á þá leiki. Ég á ekki von á öðru en að það verði fullt hús."
Athugasemdir
banner
banner
banner