Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hildur lék í tapi í grannaslag - Leverkusen á toppinn
Karólína Lea í baráttunni
Karólína Lea í baráttunni
Mynd: Getty Images

Leverkusen er komið á toppinn í bili að minnsta kosti eftir sigur á Hoffenheim í kvöld.


Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Leverkusen sem var með 2-0 forystu í hálfleik. Karólína var tekin af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en honum lauk með 2-1 sigri Leverkusen.

Liðið er á toppnum með tíu stig eftir fjórar umferðir en Bayern er í 2. sæti með níu stig eftir þrjár umferðir.

Hildur Antonsdóttir spilaði allan leikinn þegar Madrid C tapaði í grannaslag gegn Atletico Madrid 4-0. Madrid C er með sex stig eftir fjórar umferðir í 7. sæti en Atletico er á toppnum með fullt hús stiga.


Athugasemdir
banner
banner